27.1.2010 | 10:34
Mer er nu bara hlatur i huga er eg les svona frett...
Hvernig er thad eru flugmennirnir hjá Icelandair ekki upplýstir um það að hannes og jon ásgeir settu það á hausinn og ríkið þurfti að neyðast til að yfirtaka félagið.
kannski einhver geti þá útskýrt fyrir mér hvort flugmennirnir eru að fara i launa og kjaraverkfall gegn ríkinu (sjálfum sér)vegna þess sem hannes og jon gerðu félaginu.
kannski er ég bara ekki nogu vel upplýstur um þetta félag.
Baráttukveðja frá verkamanninum á eyrinni.
Flugmenn boða verkfall | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stefán Viktor Guðmundsson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 255
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stefán það er laukrétt hjá þér að það þú ert ert greinilega ekki vel upplýstur um þetta félag. Það er vissulega rétt hjá þér að þessir menn sem þú nefnir fóru verulega illa með félagið, en það eru skilanefnir Glitnis og Landsbankans sem fara með stærsta hluta félagsins ekki ríkið, það er ekki það sama, ríkið hefur ekki þurft að leggja neinn pening í Icelandair Group og þurfa vonandi ekki.
En þetta er aukaatriði í deilu flugmanna og Icelandair. Sú deila snýst um tvennt, annars vegar er það krafa flugmanna um að fá auka fríhelgi annan hvern mánuð í viðbót við þá einu sem fyrir er. Nær allar aðrar vaktastéttir fá tvær fríhelgar í hverjum mánuði. Ekki er verið að biðja um fleiri frídaga í mánuði, sem eru 9 að vetri og 8 að sumri, heldur einungis að því sé stillt svo upp að þeir fái tvær fríhelgar annan hvern mánuð.
Hitt atriðið er flóknara og snýr að tryggingamálum og er ég nú ekki nægilega vel að mér í þeim málum en Icelandair breyttu skilmálum einhliða og án viðræðna við stéttarfélag flugmanna og fóru einnig að tryggja flugmenn hjá sjálfum sér, þ.e. félagið stofnað skúffufyrirtæki úti í Guernsey og færði tryggingarnar þangað. Af þessu er sterk 2007 lykt og er að öllum líkindum arfur frá fyrrnefndum mönnum.
Þessi deila snýst sem sagt ekki um laun, enda gera flugmenn sér örugglega grein fyrir því eins og aðrir að þar er ekki mikið að sækja í bili.
Svarar (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.